Bókagerðin Harpa
Ýmsar bækur
Aftur á: Ýmislegt
Bókarkápurnar eru plasthúðaðar og því traustar
og endingargóðar og bækurnar fást í úrvali lita.
Garðabækur | Stærð 14 x 19,5 cm
Það er gaman að fylgjast með öllum gróðri vaxa og ennþá meira spennandi ef maður hefur sjálfur plantað út eða sáð fræjum. Þessi bók er fyrir fólk sem er að rækta plöntur og er ætlað að geyma gagnlegar upplýsingar sem safnast saman og gott er að halda til haga.












Golfbækur | Stærð 10 x 14,5 cm
Hentug minnisbók fyrir alla golfara. Í bókinni er kafli með skorkortum en einnig eru kaflar til að skrá minnispunkta um teighöggin, brautarhöggin, stutta spilið og púttin.














Minnisbækur | Stærð 10,5 x 15,5 cm
Fallegar og hentugar minnisbækur með kaflaskiptingu.










Uppskriftabækur | Stærð 14 x 19,5 cm
Þessi bók hefur að geyma mataruppskriftir úr bókinni Íslenskur uppáhaldsmatur. Einnig eru auðar síður þar sem hægt er að skrifa eigin uppskriftir. Þannig getur bókin t.d. verið góður ferðafélagi sem geymir minningar og uppskriftir úr ýmsum áttum.
Uppskriftabækurnar fást á 5 tungumálum: íslensku, ensku, dönsku, frönsku og þýsku.















