Bókagerðin Harpa
Bókamerki og ísskápaseglar
Aftur á: Ýmislegt
Bókamerki
Bókamerkin eru falleg gjafavara og skemmtilegur minjagripur fyrir bæði innlenda
og erlenda ferðamenn.
Merkin klemmast utan um blaðsíður og þunn segulfilma á bakhliðinni tryggir að þau detta ekki úr bókinni. Þau eru framleidd úr plasthúðuðum pappír og eru því traust og endingargóð.
Við vekjum athygli á að við getum framleitt bókamerki eftir pöntun með eigin myndum, lógói eða vörumerki.




























Ísskápaseglar
Ísskápaseglarnir eru falleg gjafavara og skemmtilegur minjagripur fyrir bæði innlenda
og erlenda ferðamenn.
Seglarnir eru með þunnri segulfilmu á bakhliðinni og eru framleiddir úr plasthúðuðum pappír og eru því traustir og endingargóðir.
Við vekjum athygli á að við getum framleitt ísskápasegla eftir pöntun með eigin myndum, lógói eða vörumerki.




























Ísskápaseglar með minnisblokk | Stærð 6,5 x 20 cm
Ísskápasegullinn er gerður úr þunnri segulfilmu og plasthúðuðum pappír. Minnisblokk er límd á framhlið spjaldsins og einnig fylgir með auka minnisblokk sem fest er með teygju á bakhlið vörunnar. Viðskiptavinir fjarlægja hlífðarfilmu á aukablokkinni og líma hana á spjaldið þegar fyrsta minnisblokkin klárast.
Boðið er upp á íslenska og enska útgáfu af ísskápaseglinum og kemur sami texti fyrir á hverri síðu
í minnisblokkinni.
Við vekjum athygli á að við getum framleitt ísskápaseglana með eigin myndum, lógói eða vörumerki.



